tisa: Málalagningaskortur

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Málalagningaskortur

Ég hef voða lítið til málanna að leggja þessa dagana.

Jú, nema kannski að ég er ennþá að fá drauma um fjólubláu skóna...

En ég er staðráðin í að kaupa mér fullt að fjólubláum skóm í Ástralíu. Og búmerang handa Bjarka. Búmerang með bandi.





Voða lítið að frétta úr Breiðholtinu. Orðið svolítið gráleitt hérna og ég er búin að skauta smá á bílnum í hálkunni. En það er bara gaman að því.





Ég átti að halda fyrirlestur í skólanum. Mér datt ekkert í hug til að tala um. Ef ég spurði einhvern þá fékk ég alltaf sama svarið: Svefn.

Þannig ég skrifaði um svefn. En þá fékk ég hugmynd.

Ég hélt fimmtán mínútna langan fyrir lestur um örhentni. Sló í gegn.

Komst að því að það eru til búmerangar fyrir örvhenta. Stórkostlegt ekki satt?



Annars var það Eplaballið. Skímó og læti. Ég þoli ekki Skímó. Þooooli þá ekki. Bjöööö heyrist í mér. BJÖÖÖÖ

Ballið var samt fínt. Fyrirpartý líka. Fékk samt of stóran skammt af upplýsingum þar.


En...

Dömur mínar og herrar

Fab 5 eru í kassanum og ég er ekki fyrir framan hann.
Bætum það.


Sjáumst von bráðar.


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 19:59

0 comments